Við erum skaparar
- doctorsiggu
- Nov 14, 2022
- 1 min read
Updated: Oct 31, 2024
Við erum fullkomin sköpun, og við erum skaparar. Við erum sjálf að skapa okkar líf. Grunnkjarnaorkan sem að skapaði okkur er það sem við erum búin til úr. Þess vegna erum við með sama sköpunarkraft í okkur sem að skapaði alheiminn. Við erum öll tengd. Heimurinn er orka og tíðnibylgjur. Galdurinn er að sleppa tökunum og sameinast grunnkjarnaorkunni í fullkomnu flæði. Þannig sköpum við stórkostlegar aðstæður, hluti, upplifanir, tilfinningar og hugsun. Allt er þetta fullkomin sköpun. Alheimurinn er fullkominn. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af neina vegna þess að alheimurinn er fullkomin. Við þurfum bara að sleppa tökunum, gefast upp, og vera í fullkomnu sætti við alheiminn og þá mun alheimurinn vera í fullkomnu sætti við okkur. Fegurð alheimsins er óendanleg. Við þurfum að aftengja okkur við hugsun til þess að finna og skynja þessa fegurð, og upplifa okkur sem hluta af henni.

Comments