Settu þér markmið
- Sep 23, 2022
- 1 min read
Updated: Oct 31, 2024
Hvað langar þig að upplifa, áorka eða eignast í þínu lífi? Fyrsta skrefið er að vita hvað þú vilt. Mikilvægt er að velta þessari spurningu vel fyrir sér. Þegar þú hefur áttað þig á því hvað þú vilt er næsta skref að setja þér markmið. Settu þér stór langtíma markmið og settu þér undirmarkmið sem að marka leið þína að stóra markmiðinu.
Það er grundvallaratriði að vita hvert þú stefnir í lífinu. Ef þú setur þér ekki skýr markmið er hætta á að þú lendir bara einhvers staðar (það eru oft staðir sem eru ekkert endilega mjög spennandi).
Fólk setur sér oft ekki markmið af því það er hrætt við að ná ekki markmiðunum. Mikilvægt er að komast yfir þennan ótta og hafa hugrekki til að láta vaða. Til þess að vera hamingjusöm þurfum við að leyfa okkur að blómstra, horfast í augu við óttan, setja okkur háleit markmið og byrja svo af fullum þunga að vinna að þeim. Það er leiðin að lifa til fulls.

Comments