top of page

HEILSUNUDD
Heilsunudd hjálpar til við að ná og viðhalda góðri heilsu og er áhrifarík viðbót við heilsurækt af öllu tagi
ERT ÞÚ AÐ LIFA ÞÍNU BESTA LÍFI?
HUGUR | LÍKAMI | ANDI
SLÖKUNARNUDD
Slökunarnudd er djúpt og mýkjandi nudd, sem hefur víðtæk áhrif á vöðva líkamans og almenna líðan þína. Í slökunarnuddi er markmið að koma nuddþega í djúpslökunarástand svo hann nái að sleppa tökunum á öllu daglegu amstri og allri spennu og þreytu, og finna vel fyrir því vellíðunarástandi sem slökunin gefur. Stundum þarf fólk að tala og deila til að létta af sér og ná þannig að slaka betur á, það er velkomið. Aðrir vilja njóta nuddsins í þögn til að ná djúpslökunarástandi. Slökunarnudd er almennt vöðvanudd þar sem leitast er við að mýkja stífa vöðva og vöðvafestur, draga úr spennu og þreytuverkjum, örva blóðrás og auka almenna vellíðan nuddþegans. Ýmist er unnið með heilnudd yfir allan líkamann og jafnvel tekin fyrir áherslusvæði sem þurfa sérstaka athygli, eða partanudd þar sem eingöngu er tekinn ákveðinn líkamspartur t.d. bak og axlir. Þrýstingur og dýpt stroka fer eftir þörfum og óskum nuddþegans.
ÍÞRÓTTANUDD
Íþróttanudd er sniðið að þörfum íþróttamanna þar sem lögð áhersla er á að nudda við upptök og festur vöðva. Markmið er að fara djúpt og vel í vöðvana, losa um hnúta og auka blóðflæðið, sem hefur þau áhrif að vöðvarnir mýkjast. Reglulegt íþróttanudd hefur þau áhrif til lengs tíma að vöðvarnir lengjast og verða fallegri, og auðveldar vöðvunum að stækka. Íþróttanudd er kröftugt nudd sem sérhæft er fyrir íþróttafólk, hvort sem er keppnisfólk eða þá sem æfa sér til heilsubótar. Áhersla er lögð á að mýkja stífa vöðva og vöðvafestur, teygja á styttum vöðvum og auka getu vöðva og sina til að þola álag. Íþróttanudd hjálpar líkamanum við endurheimt og minnkar líkur á álagsmeiðslum.

SVÆÐANUDD (REFLEXOLOGY)
Svæðanudd eða svæðameðferð er aðferð notuð í óhefðbundnum lækningum til þess að örva taugaenda í höndum og fótum með því að þrýsta á þá og á þessi aðferð að lækna hina ýmsu kvilla. Egyptar, Indíánar og Kínverjar hafa notað þessa aðferð í gegnum aldirnar en það var ekki fyrr en á 19. öld sem þessi aðferð fór að njóta vinsælda í hinum vestræna heimi. Svæðanudder nuddform sem byggir á þeirri kenningu að í fótum séu svæði og punktar sem tilheyra ákveðnum líkamspörtum, líffærum og líffærakerfum. Jafnframt er unnið með orkubrautir í svæðanuddi og er markmið þess að stuðla að andlegu og líkamlegu jafnvægi og vellíðan. Í svæðanuddi eru eingöngu fætur nuddaðir en einnig er algengt að svæðanudd sé notað í bland með öðrum nuddformum.
VEFJALOSUN
Vefjalosun snýst um losun og og lengingu í bandvefnum sem umlykur og styður alla vef líkamans. Nuddarinn vinnur með bæði grynnri og dýpri lög bandvefjarins og losar um stífleika og samgróninga og eykur flæði og hreyfanleika í vefjum líkamans. Vefjalosun er yfirleitt blandað inn í aðrar nuddmeðferðir. Hugmyndafræðin er að losa vefi frá hvor öðrum, en oft myndast samgróningar í vöðvum og fasíu sem minnkar hreyfanleika, og mikilvægt er að losa um til að bæta hreyfanleika nuddþega og auka vellíðan í vefjum. Vefjalosun er djúp vinna og það getur verið mjög sárt fyrir nuddþegan á meðan á vinnuna stendur, en mikill léttir og vellíðan á eftir.

bottom of page