top of page

HVER ER DR. SIGGÚ?
"LÍFIÐ ER TIL AÐ NJÓTA OG SKAPA" Dr. Siggú
Dr. Siggú, fullu nafni Sigrún Mjöll Halldórsdóttir, lauk doktorsprófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands árið 2013. Samhliða náminu starfaði Siggú í Matís sem sérfræðingur og verkefnastjóri á Líftæknisviði í um 10 ár. Hún kláraði einnig stóran hluta af Mastersnáms í Lögfræði við Háskólan í Reykjavík þar sem hún sérhæfði sig í Hugverkamálum, og starfaði sem sérfræðingur á Hugverkasviði Matís ásamt aðstoðarforstjóra fyrirtækisins. Siggú var fulltrúi Íslands í ráði fyrir Vísindaráðstefnur og sótti fjöldi ráðstefna erlendis og innanland. Hún hefur skrifað fjölda ritrýnda vísindagreina og einkaleyfaumsókn. Hún hafði stöðu Aðjúnkts við Háskóla Íslands um tíma þar sem hún m.a. kenndi Matvælaefnafræði, ásamt því að vera leiðbeinandi í masternámi í matvælafræði.
Siggú útskrifaðist sem ICF markþjálfi frá Markþjálfasetrinu Evolvia árið 2018 og mun útskifast sem Heilsunuddari í Fjölbrautarskólanum við Ármúla í lok árs 2025. Siggú er fitnesskeppandi og keppti í IFBB módelfitness +35 árið 2018 í Reykjavík, NPC módelfitness +35 árið 2019 á Open Iceland, IFBB figure fitness +35 árið 2021 á Akureyri og NPC wellness fitness +40 árið 2023 í Ringsted, Danmörku.
Með markþjálfun og ráðgjöf notar Siggú sína þekkingu og reynslu til þess að hjálpa öðrum að öðlast það sem þeir vilja ná fram í sínu lífi, með sérstaka áherslu á lífsstíl og hugsanahátt. Með heilsunuddi hjálpar hún fólki að losa um vöðvaspennu og vöðvabólgu, slaka á og njóta.
“Ég hef komist að því að það er allt hægt, og þá meina ég ALLT. Ég hef sjálf áorkað ótrúlegum hlutum á ótrúlega stuttum tíma. Með ákveðnum hugsanahætti og venjum hefur mér tekist að ná öllum markmiðum sem ég hef sett mér í gegnum tíðina. Þegar einu markmiði er náð þá tekur annað við, og svo koll af kolli, þannig að þetta er í raun aldrei “búið”. Þannig hef ég komist að því hversu mikilvægt það er að njóta ferðalagsins. Og það er list að njóta, sem maður þarf að temja sér. Lífið er til þess að njóta og skapa.”
Það kom viðtal við Dr. Siggú í Smartland um jólin 2019, þar sem hún lýsir því hvernig hún náði öllum markmiðum sem hún setti sér á 10 árum. Sjá viðtalið.

bottom of page