top of page

Hugleiðsla skýrir hugsun

  • Sep 23, 2022
  • 1 min read

Updated: Oct 31, 2024

Hugleiðsla er frábært tæki til að skýra hugsun og tengja okkur við grunnkjarnaorku alheimsins. Það er mín reynsla að þegar hugleiðsla er hluti af mínum daglega lífsstíl þá gengur allt betur. Það hefur víðtæk jákvæð áhrif á öll svið lífs míns og líf annarra í kringum mig. Ég hugsa skýrar, tek betri ákvarðanir og er betur í stakk búin til að takast á við hversdagsleg verkefni.

Hugleiðsla þarf ekki að vera flókin. Markmið með hugleiðslu er að kyrra hugan. Gott er að sitja beinn í baki í lotus stellingunni. Það getur tekið á, sérstaklega í byrjun, en staðan venst og verður auðveldara því oftar sem maður fer í hana. Einnig er hægt að liggja, en passa að sofna ekki, amk ekki strax. Svo er gott að einbeita sér að andardrættinum, fylgja honum eftir með huganum. Einnig má einbeita sér að umhverfishljóðum. Leyfðu hugsunum að koma en ekki dvelja við þær, heldur sleppa tökunum á þeim. Vertu hér og nú. Núvitundarástand er alsæluástand sem má ná við hugleiðslu. Þegar þú ert orðin vanur að hugleiða er auðveldara að komast í núvitundarástand á skömmum tíma og viðhalda því á meðan á hugleiðslunni stendur.

Það þarf að stunda hugleiðslu markvisst til að ná árangri í henii líkt og með allt annað. Æfingin skapar meistaran.

ree

Comments


  • Instagram
  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube
  • TikTok

Dr. Siggú | © Allur réttur áskilinn 2025

bottom of page