top of page
gradient.png
hero copy.png

ERT ÞÚ AР LIFA ÞÍNU BESTA LÍFI?

HUGUR  |  LÍKAMI  |  ANDI

PANTAÐU TÍMA Í NUDD

Við bjóðum uppá slökunarnudd, íþróttanudd, svæðameðferð og sogæðanudd.

UMSAGNIR

Viðskiptavina

PÉTUR KÚLD - Verktaki

Ég sótti um markþjálfun hjá dr. Siggú og fyrir rúmu ári síðan. Sú markþjálfun hefur hjálpað mér gríðarlega í lífi og starfi. Hennar nálgun er einlæg og markviss á þarfir þeirra er hún hlustar á og nálgun hennar er það einlæg að líðanin er allt önnur og markvissari eftir hvern tíma. Gull af konu.

VÍÐIR ÞÓR ÞRASTARSON, Heildrænn – meðhöndlari, kennari og þjálfari.

Siggú er sterkur íþróttanuddari. Hún er mjög næm á hversu djúpt á að vinna hverju sinni, hittir á rétta staði og punkta, býr yfir góðu flæði og skilar alltaf af sér góðu nuddi. Hún er í senn mjög kröftug en einnig nærgætin og er fyrir vikið úrvals íþróttanuddari. Ég mæli heilshugar með íþróttanuddi hjá Siggú.

LÚTHER ÓLASON - Byggingartæknifræðingur

Ég hef verið að koma í nudd hjá Dr.Siggú. Og er hún ekki bara besti nuddarinn í bænum heldur er þetta líka alltaf skemmtilegt Og uppbyggilegt. Með reynslu úr fitnes og lífsstílsráðgjöf. Þvílíkt lán að kynnast þessari konu.

Dr. Siggú, lauk doktorsprófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands árið 2013. Samhliða náminu starfaði hún hjá Matís sem sérfræðingur og verkefnastjóri á Líftæknisviði í um 10 ár. Hún kláraði einnig stóran hluta af Mastersnáms í Lögfræði við Háskólan í Reykjavík þar sem hún sérhæfði sig í Hugverkamálum, og starfaði sem sérfræðingur á Hugverkasviði Matís ásamt aðstoðarforstjóra fyrirtækisins.

Dr. Siggú var fulltrúi Íslands í ráði fyrir Vísindaráðstefnur og sótti fjöldi ráðstefna erlendis og innanland. Siggú hefur skrifað fjölda ritrýndra vísindagreina. Siggú hafði stöðu Aðjúnkts  við Háskóla Íslands um tíma þar sem hún m.a. kenndi Matvælaefnafræði.

Dr. Siggú útskrifaðist sem ICF markþjálfi frá Markþjálfasetrinu Evolvia árið 2018. Hún hefur stundað nám í Heilsunuddi í Fjölbraut í Ármúla síðan vorið 2020, þar sem hún hefur m.a. lokið Vöðvafræði og Ilmkjarnaolíufræði, ásamt fjölda nuddtegunda.

Dr. Siggú er fitness keppandi og hefur keppt á fitness mótum síðan árið 2018, og er enn að. Hún notar sína þekkingu og reynslu til þess að hjálpa öðrum að öðlast það sem þeir vilja ná fram í sínu lífi, með sérstaka áherslu á lífsstíl og hugsanahátt, ásamt því að hjálpa fólki að slaka á og njóta.

bottom of page