top of page

Sjálfsagi í mataræði

Updated: Oct 31, 2024

Sjálfsagi í mataræði er grundvallaratriði í hollum lífsstíl. Aðalmálið er að gera það að vana að borða hollan mat og hæfilega mikið af honum. Það er alltaf áskorun að breyta lífsstílnum til hins betra. Við erum dýr freistinga og okkur langar að gleypa í okkur það sem gefur strax vellíðan s.s. sykur og óholla fita. En þessi óhollusta kemur í bakið á okkur til lengri tíma með alls kyns heilsukvillum.

Mikilvægt er að taka mataræði föstum tökum. Fyrsta skref er að hugsa vel hvernig við viljum hafa mataræði okkar og setja okkur lífsstílstengd markmið. Annað skref er að skipuleggja mataræðið og undibúa það. Alltaf skaltu vera búin að ákveða hvað þú ætlir að borða yfir daginn áður en dagurinn byrjar. Ef þú veist ekki hvað þú ætlar að borða yfir daginn er hætta á að hversdagsleikinn gleypi þig og þú treður öllu uppí þig sem á vegi þínum í hugsanaleysi, sem endar í vonbrigðum og vanlíðan.

Vertu búin að hugsa hvenær þú ætlar að hafa máltíðir, hvað þær eiga að innihalda og í hve miklu magni. Þegar þú svo ferð eftir planinu veitir það þér gleði og innblástur að geta staðið við það sem að þú varst búin að ákveða. Í hvert skipti sem að þú stendur við planið eykst sjálfsviðing þín og þú verður bjartsýnari. Þannig tekur þú eitt skref í einu í átt að því að heilsutengd markmið þín verði að veruleika.






Recent Posts

See All

Comments


  • Instagram
  • Facebook
  • Twitter
  • YouTube
  • TikTok

Dr. Siggú | © Allur réttur áskilinn 2025

bottom of page